Heilsumarkþjálfun – leið að andlegri og líkamlegri vellíðan

Fyrir hvern er heilsumarkþjálfun?

Heilsumarkþjálfun er fyrir alla þá sem vilja bæta líkamlega eða andlega heilsu líkt og að grennast, byrja að stunda reglubundna hreyfingu, taka mataræðið í gegn, draga úr áfengisneyslu, rjúfa félagslega einangrun eða hvað það sem nú er sem stuðlar að aukinni vellíðan hjá hverjum og einum.

Helstu hlutverk heilsumarkþjálfa:

  • Setja raunhæf og einstaklingsmiðuð markmið í átt að aukinni vellíðan
  • Hvetja og byggja upp sjálfstraust til að ná áætluðum breytingum
  • Gera einstaklinga meðvitaðri um hvað það er í umhverfi þeirra sem er að bæta er draga úr vellíðan þeirra
  • Stuðla að langvarandi breytingum með upplýsingum og fræðslu

Hvernig virkar heilsumarkþjálfun?

Mælt er með vikulegum samtölum þar sem sett eru fyrir einstakingsmiðuð heimaverkefni sem eiga að hjálpa einstaklingum í áttina að því að ná markmiðum sínum.

Oftast hefur verið leitað til mín vegna þess að einstakingar vilja grenna sig og færi þá t.d. fyrsti tíminn í að fara yfir sögu einstaklingsins og hugsanlegar ástæður þyngdaraukningar. Í tilfellum þar sem að einstaklingar hafa svokallaða „tilfinningalega þyngd“, þ.e. hafa bætt á sig vegna t.d. stress, þunglyndis eða kvíða, þá styðst ég við kenningar frá „Psychology of Eating“ auk heilsumarkþjálfunar.

Vikuleg samtöl eru til þess fallin að koma einstaklingum af stað en einnig að koma auga á hugsanlegar sálfræðilegar hindranir (psychological barriers), þ.e. viðhorf, andlegt ástand eða aðrar aðstæður sem standa í vegi fyrir breytingum til hins betra.

Oft á tíðum eru einstaklingar ómeðvitaðir um hvað er að hindra þá eins og t.d. fullkomnunarárátta, frestunarárátta eða einfaldlega skortur á stuðningi svo fátt eitt sé nefnt. Mitt hlutverk sem heilsumarkþjálfa er að koma auga á þessa þætti og vinna með þá í samstarfi við einstaklinga.

Góð rök liggja að baki því að sálfræðilegar kenningar geti stuðlað að langvarandi hegðunarbreytingum hjá einstaklingum.

Mynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson