Kaffi, gegn sjúkdómum?

Ég er ein af þeim sem er alltaf að sveiflast fram og til baka varðandi kaffineyslu. Innsæið mitt segir að kaffi sé af hinu góða. Þó finnst mér erfitt að vita hvar mörkin á neyslu þess liggja hvað heilsuna varðar, vitandi að það hindrar upptöku einstaka vítamína plús allar pissuferðirnar þar sem kaffið örvar nýrun.

Oft á tíðum birtast greinar um mátt kaffisins en mér finnst oft á tíðum vanta rökstuðning og upplýsingar um rannsóknirnar á bak við greinarnar.

Nú loksins datt ég niður á skýringar í bókinni Brain Maker: The Power of Gut Microbes to Heal and Protect Your Brain – for Life og langar að deila þeim með ykkur. Bók þessi er skrifuð af taugalækninum David Perlmutter. Í stuttu máli segir hann að lykilinn að heilsunni liggur í þarmaflórunni. Þau fjalla meðal annars um ákveðin efnasambönd í kaffinu sem hafa áhrif á bakteríurnar sem liggja í þarmaflórunni. Perlmutter vill meina það að kaffibaunin verndi heilann okkar vegna áhrifa efnasambandanna á þarmaflóruna.

Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar í Journal of Alzheimer’s Disease sem bentu til þess að það var minni hætta á þróun Alzheimer fyrir einstaklinga sem drukku 3-5 kaffibolla á dag (moderate drinkers). Þessi hópur minnkaði áhættuna á Alzheimer um 65% þegar bornir saman við ”low drinkers” eða þá sem drukku 0-2 bolla á dag.

Eftir að vísindamenn fóru að sjá mátt kaffisins á heilavirkni okkar eru þeir farnir að taka þetta skrefi lengri og hafa rannsóknir einnig sýnt að kaffi minnkar líkurnar á sykursýki 2, heilablóðfalli, Parkisons og jafnvel krabbameini.

Ég ætla ekki að fara alhæfa það út frá þessari bók að með því að sturta í sig 3 til 5 bollum af kaffi á dag verður maður stikkfrír frá öllum þessum sjúkdómum þar sem þetta veltur að sjálfsögðu á fleiri þáttum. En ég mundi telja að það saki ekki. Í tilefni af þessu áhugaverða efni er ég komin upp í 3 bolla á dag aftur, skál!

FullSizeRender (11)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s