Glúkósi: Eldsneyti heilans og áhrif hans á kvíða, einbeitingu, eirðarleysi og sjálfstjórn

Sjálfstjórn er talin vera stór kostur á mörgum sviðum lífsins, líkt og í samböndum, í námi, til að viðhalda góðri andlegri heilsu, og vegna aðlögunarhæfni svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er sjálfstjórn talin vera eitthvað sem hægt er að þjálfa upp og hafa áhrif á, til dæmis með góðu mataræði. Rannsóknir hafa meðal annars gefið til kynna að að strax um 4 ára aldurinn fer sjálfstjórn barna að þróast meira og verða sterkari.

Margar rannsóknir hafa auk þess sýnt fram á að veik sjálfstjórn okkar byggist að einhverju leyti á snauðum orkugjöfum. Til dæmis hafði vinkona mín orð á því að eftir að sonur hennar hafði vaknað mjög oft eina nóttina að það fyrsta sem hún leitaði í þegar hún vaknaði var einhver afgangskaka eftir eitt sunnudagskaffið. Þessi vinkona mín er einmitt ekki sú týpa sem fær sér köku í morgunmat og er að mínu mati með frekar háa sjálfstórn að eðlisfari. Þetta er gott dæmi um það hvernig sjálfsstjórn okkar getur staðið og fallið með skertri orku.

Sumir rannsakendur vilja einmitt meina að ein meginundirstaða góðrar sjálfstjórnar sé glúkósi, en það er efni sem líkaminn framleiðir með því að brjóta niður kolvetni úr fæðu (meðal annars). Glúkósinn veitir orku fyrir næstum því alla heilavirkni og þar kemur sjálfstjórnin inn.

Ein rannsókn athugaði hóp skólakrakka sem borðaði morgunmat og krakka sem borðuðu ekki morgunmat. Skólakrakkar sem borðuðu morgunmat voru með betri einbeitingu í skólanum en hinn hópurinn sem sleppti því að borða. Morgunmatur er oftar en ekki uppspretta glúkósa og hefur áhrif á framleiðslu hans. Svöng börn eru auk þess líklegri til að haga sér á hvatvísan hátt og vera óróleg. Hver kannast ekki við svangt barn í búð til dæmis?

Stuðningur hefur einnig fundist fyrir því að þegar glúkósi er lágur eru einstaklingar líklegri til að upplifa kvíða, eirðarleysi og spennu, svo dæmi séu tekin.

En að þessu sögðu þá er ein vinkona mín í prófalestri og á „kúr“. Ég veit ekki alveg í hvaða Cheerios pakka  hún fann þennan kúr en hún á semsagt að borða 1200 kaloríur á dag. Þess á milli kvartar hún í mér að hún sé með mikinn einbeitingarskort. Ég veit alla vegna fyrir mitt leyti að þá fer ég ekki svöng inn í próflestur og um leið og hungrið kallar þá dettur einbeitingin niður.  Þannig að hvað mig varðar þá er enginn vafi á því að það sé mikið til í þessu. Alla vegna þá er þetta mjög góð ástæða fyrir ykkur sem borðið ekki morgunmat að byrja á því núna.

Byggt á grein eftir Galliot & Baumeister : The Physiology of Willpower: Linking Blood Glucose to Self-Control

epli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s