Sumar „smoothie“

Vinkonurnar eru búnar að vera duglegar að biðja mig um „smoothie“ uppskriftir. Ég veit um nokkrar sem hafa eiginlega gefist upp á að reyna gera sér holla smoothie og held að vandamálið liggi oft í samsetningunni eða vali á mjólk til að nota í stað beljumjólkur. Ég nota yfirleitt „ricemilk“eða hrísgrjónamjólk en hún er mjög hlutlaus á bragðið. Möndlumjólkin getur verið of yfirgnæfandi og kæfir þar af leiðandi allt sæta bragðið sem kemur af ávöxtunum svo úr verður einhvers konar möndlusmoothie sem nær engum finnst góður.  En hér kemur einn af mínum uppáhalds uppskriftum:

Avókadó hristingur

1 avókadó

2 bananar

150 gr af frosnu trópíkal mixi (ananas, mangó og papaya nota ég)

150 ml af rísmjólk

Nokkur myntulauf (val en gerir mjög mikið fyrir nær alla hristinga)

Ef þið eruð að gera tilraunir með börnin þá er uppskriftin líka góð án avókadósins. Sonur minn vill alltaf „gulan“ smoothie og þá sleppi ég avókadóinum.

SKÁL!

smoothiegrænn

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s