Sumarfrí og mataræði – þessi eilífi konflikt

Hef heyrt frá mörgum að þeim finnist sumarfríin sérstaklega erfið varðandi það að halda sér á beinu brautinni þegar viðkemur heilsusamlegum lífsstíl.

Ein vinkona mín er nýbúin að taka mataræðið vel í gegn hjá sér. Við tekur svo sumarfríið sem inniheldur ferðalög og mannamót sem reynir strax á. Að borða er mjög félagsleg athöfn og það er ekkert voðalega spennandi að sitja við hafragrautinn meðan hinir gæða sér á rúnstykkjum með osti og sultum. Rúnstykki með osti og sultu hljómar hugsanlega ekki eins og einhver synd hjá flestum en þessi tiltekna vinkona mín var búin að taka út sykur og brauð sem er nú frekar aðdáunarvert. Það má því segja að allt hefði geta staðið og fallið með einu rúnstykki.

Þar fyrir utan byrjaði sumarfríið á því að Gló salatið var uppselt í Icelandair og valmöguleikarnir voru meðal annars einhverjar samlokur úr hvítu brauði með majonesi. Starfsfólkið um borð mátti þakka sínum sæla að hafa ekki verið lamið með þessum baguette samlokum en það er önnur saga.

Plús ef þú ert í sumarfríi með börnunum þá er mjög líklegt að sjálfstjórnin eyðist hratt upp enda þarf hún nú bæði að beinast að eigin venjum og þeim kröfum sem fylgja börnum. Tilfinningleg sjálfstjórn er einn undirflokkur sjálfstjórnar og flestir með lítil börn í fríi sjá fljótlega að þau ganga hratt á hana.

Ef þú ætlar að láta undan freistingunum og ekki vera partýpúperinn með gulrótina og vatnsglasið þá skaltu gera það með góðri samvisku. Algjör óþarfi að bæta innri konflikt (dissonance) og samviskubiti ofan á allt annað líka.

Rannsóknir varðandi fæðuupptöku hafa sýnt fram á að ef þú nýtur matarins þá tekur líkaminn upp meira af næringarefnunum en ef þú nýtur hans ekki. Stress kemur líka við sögu varðandi þyngdaraukningu en það er fátt verra en að láta mat ofan í líkamann fullan af stresshormónum. Líkaminn mun reyna að halda í matinn eins fast og hann getur þar sem hann skynjar hættu á ferð.

Hvað sem því líður þá er ljós handan við göngin ef þú ert meðal margra sem hefur ”dottið í það” í sumarfríinu. Margir rannsakendur vilja meina það að sjálfstjórnin getur styrkst með þjálfun.

Þegar þú ert búin(n) að þjálfa upp sjálfstjórnina verður næsta skipti sem þú tekur til í mataræðinu þínu auðveldara og svo framvegis.

Auk þess eru hér nokkur mjög einföld ráð sem flestir hafa örugglega heyrt um en er gott að rifja upp:

  • Ekki fara svangur í búðina. (lastu ekki örugglega greinina mína varðandi glúkósann og sjálfstjórnina?)
  • Fjarlægðu freistingarnar af heimilinu. Ef þú átt ekki Nóakropp heima fyrir þá geturu ekki borðað það (hljómar rosalega einfalt!)
  • Skipulegðu matarvikuna eftir besta móti
  • Fáðu vinkonu/vin með þér af stað í hreyfinguna eða mataræðið – Helst einhvern sem vekur innblástur hjá þér. Áhugi og venjur þessarar manneskju smita frá sér. Ég lofa því!

Af því sögðu vona ég að þú kæri lesandi takir upp þráðinn frá því sem áður var hvort sem það var fyrir Kalda stríðið eða fyrir sumarfríið mikla.

FullSizeRender (3)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s