Hvenær getur hreyfing verið skaðleg

pain.jpg

Í gegnum síðastliðin ár hefur vinnuálag eða stress verið að aukast mikið hér í Danmörku þar sem að einstaklingar eru sjúkraskrifaðir frá vinnunni í einhvern ákveðinn tíma. Virðist sem ákveðnir fagaðilar taki reglulega upp á því að beina skjólstæðingum sínum beint í reglubundna hreyfingu sem hálfgert meðferðarúrræði. Ráðgjafi hjá einni atvinnustofnun hér í Danmörku sagði skjólstæðingi sínum að fara í ræktina 10 tíma á viku þar sem að hún þyrfti einfaldlega á adrenalíni að halda.

Hreyfing hljómar nær alltaf skynsamlega en í tilfellum þar sem að einstaklingar hafa verið undir miklu álagi og stressi getur hreyfing haft meiri skaðleg áhrif en gagnleg. Stress er ástand sem skapast yfir tíma þar sem að offramleiðsla á stresshormónum myndast og seitlar út í taugakerfið. Það er ekki langt síðan ég hlustaði á vin minn pústa undan miklu vinnuálagi og þess á milli pissandi á klukkustundar fresti, klórandi sér ítrekað og kominn með liðaverki sem læknirinn hafði engar skýringar á. Þessum vini mínum fannst upplagt að fara út að hlaupa um kvöldið til að „losa“ um stressið. Daginn eftir kvartaði hann svo yfir því að liðaverkirnir væru orðnir verri.

Stressið er eitt það allra lúmskasta sem getur herjað á okkur að mínu mati. Hreyfing er mjög góð sem forvörn en ekki sem „meðferðarúrræði“.  Þegar líkaminn er undir miklu álagi eða stressi fer líkaminn í svokallað „flight and flee“ ástand. Í slíkum aðstæðum geta einföld húsverk haft skaðleg áhrif á einstaklinga  og sérstaklega þá sem hafa upplifað langvarandi stress. Mikil hreyfing ein og sér virkar stressandi á líkamann í slíku ástandi.

Íþróttir sem krefjast mikils álags á líkamann líkt og hlaup eða lyftingar ýta undir framleiðslu stresshormóna líkt og kortisól. Eftir einungis nokkura mínútna hlaup er adrenalínið orðið talsvert meira og eftir um hálftíma er kortisól framleiðslan einnig orðin talsvert mikil.

Kjarni málsins er að hreyfing er góð sem forvörn og hefur virkað vel á t.d. kvíða og þunglyndi. Einstaklingar sem eru undir álagi og þá sérstaklega langtímaálagi ættu að vanda val sitt á hreyfingu. Léttir göngutúrar í núvitund þar sem notast er við skynfærin líkt og sjón og heyrn geta róað kerfið niður í stað þess að setja allt í sjötta gír.

Byggt á eigin þekkingu auk greinarinnar: Motion mod stress er katastrofalt eftir Umahro Cadogan og Majken Matzau Hhv. Adj. prof., University of Western States, og direktør i Matzau Erhvervspsykologer

Mynd eftir: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s