Hið ofur viðkvæma barn (Highly Sensitive Child/ HSC)

img_2151

Ég er með ótrúlega mikinn áhuga á persónuleikum og skapgerðareiginleikum einstaklinga. Það að vera meðvitaður um persónuleikaþætti hvers og eins getur skipt sköpum varðandi félagslega hlutann, makaval, starfsval, sálfræðimeðferðir og ekki síst andlegan þroska. Sem dæmi má nefna að manneskja sem gerir sér grein fyrir að hún er „introvert“ gerir sér líklega líka grein fyrir því að hún eða hann muni líklega ekki blómstra í starfi sem skemmtanastjóri eða fasteignasali.

Ég ætla ekki að tíunda upp alla persónuleika hér og nú heldur vekja athygli á „the highly sensitive child“, sem sennilega mætti þýða sem „hið ofurviðkvæma barn“.

Mikið er deilt um þetta hugtak og vilja einhverjir meina að þetta eigi að vera greining og heyra undir greiningarkerfi sálfræðinga (DSM-kerfið) á meðan aðrir vilja meina að það sé ekki nægur empirískur grundvöllur fyrir því. Ætlunin er ekki að taka afstöðu með eða á móti því heldur eingöngu að vekja athygli á að hugsanlega heyrir barn þitt hérna undir eða þú sjálf/ur.

Að mati ákveðinna aðila sem hafa framkvæmt rannsóknir á ofurviðkvæmi er um 20% þjóðarinnar „ofurviðkvæm“ og er ekki talið að kynjamunur sé þar á.

Ef að þú ert að lesa þessa grein er hugsanlegt að þig gruni að barnið þitt gæti flokkast hér undir eða jafnvel þú sjálf/ur ert ofur viðkvæm en hefur ekki vitað það fyrr.

Nokkur algeng einkenni verða nú talin upp sem talin eru vera vísbending um að barn sé ofurviðkvæmt:

 • Líkamlega lágur þröskuldur t.d. viðkvæm/ur fyrir ákveðnu fataefni, merkimiðum á fötum, grófum sokkum, tekur eftir lágum hljóðum, hávaða og sérstakri lykt
 • Bregst meira við sársauka en önnur börn
 • Líkar ekki að vera í mannþröng
 • Vil frekar einfaldan mat en mat sem er blandaður saman með mismundandi sósum og áferð
 • Stór samúð: Skynjar vel tilfinningar annarra, er góð/ur við lítil börn og dýr
 • Er með áhugavert innsæi hvað varðar annað fólk
 • Grætur af litlu tilefni
 • Hefur sterka réttlætiskennd og þolir illa að vita af þjáningum annarra
 • Tekur vel eftir litlum breytingum, t.d. á klæðaburði eða á heimilinu
 • Er ekki sérstaklega opin/n fyrir nýjum hlutum eða viðburðum (en hefur oft gaman af þegar á hólminn er komið)
 • Er varkár í nýju umhverfi
 • Tekur smá tíma að venjast einhverjum sem hún/hann hefur ekki séð í einhvern tíma t.d. ef foreldri hefur ekki verið á heimilinu í einhvern tíma
 • Líkar ekkert sérstaklega vel við að hitta marga ókunnuga í einu
 • Er ekki mjög hrifin/n af að vera spurð/ur að einhverju af ókunnugum

Eins og sjá má felast bæði styrkleikar og veikleikar í þessari persónugerð. Í stað þess einblína á allt það sem gerir barnið þitt „frábrugðið“ börnum hef ég til dæmis reynt að vera meðvituð um styrkleika sonar míns sem er hugsanlega ofurviðkvæmt barn. Ofurviðkvæm börn eru yfirleitt með stóra samkennd og sterka réttlætiskennd. Ef við sem foreldrar erum meðvituð um það að barnið okkar er ofurviðkvæmt þá  getur það skipt sköpum þegar fram í sækir. Ef rétt er hlúið að þessum börnum eiga þau eftir að sýna styrkleika sína í verki sem kemur þeim og öðrum til góðs.

Sé barnið þitt ofurviðkvæmt er t.d. ólíklegt að það muni vera fyrsti krakkinn til að klifra upp stóru klifurgrindina á leikvellinum. Barnið er líklegra til að fylgjast með öðrum fyrst og láta svo til skara skríða. Þessi innbyggða varfærni er ákveðin vörn hjá barninu gegn meiðslum og ætti að túlkast þannig frekar en að barnið sé heigull eða „follower“.

Ofurviðkvæm börn bregðast einstaklega illa við skömmum og að rómurinn sé hækkaður. Betra er að reyna útskýra fyrir barninu hvers vegna eitthvað sé óæskileg hegðun og er líklegt að barnið taki vel í slíkar útskýringar (en mun auðvitað þess á milli reyna að finna mörkin ef þannig liggur á því).

Sé barnið þitt ofurviðkvæmt er líklegt að skólagangan eigi eftir að ganga vel þegar fram í sækir en það er viðbúið að byrjunin verði erfið þar sem ofurviðkvæm börn óttast stórar breytingar. Innan kennslustofunnar á barnið eftir að finna sig í reglunni og  fyrirmælunum en mun líklega taka inn á sig stríðni annarra þar sem að samkennd þeirra og réttlætiskennd verður misboðið.

Ætlunin hér er ekki að rekja ákveðnar uppeldisaðferir sem henta þessum börnum heldur vekja athygli á þessari manngerð svo þú sem foreldri eða aðstandandi fáir betri skilning á því hvers vegna barnið þitt er hugsanlega eins og það er.

Heimildir eru fyrst og fremst frá Dr. Elaine Aron sálfræðingi sem hefur rannsakað „the highly sensitive person“ frá 1991, auk eigin þekkingar.

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s