Menntun mín og áhugasvið

 

img_0059

Þórey Kristín Þórisdóttir

Klínískur sálfræðingur frá Álaborgar Háskóla í Danmörku.

B.A. próf í félagsráðgjöf og heilsumarkþjálfi.

Sérhæfingin mín í sálfræðinni tengdist klínískri vinnusálfræði. Þar er lögð áhersla á einstaklinga sem hafa átt við andlega erfiðleika að stríða í vinnunni, svo sem stress, þunglyndi, kvíða og einelti svo fátt sé nefnt.

Áhugasvið mitt innan sálfræðinnar spannar hins vegar mun víðara svið. Heilsa og mataræði er eitthvað sem hefur fangað huga minn í mörg ár. Sá áhugi byrjaði sem persónulegur áhugi þar sem fólk leitaði til mín vegna þyngdaraukningar og sykurfíknar svo dæmi séu nefnd. Út frá því þróaðist áhugi minn á samspili mataræðis og hegðunar barna, þar sem ég upplifði hegðunarerfiðleika hjá báðum sonum mínum. Ég hef nú unnið með þeim í gegnum mataræðið og sé mikinn mun á andlegri og líkamlegri líðan þeirra beggja.

Í námi mínu hérna í Danmörku kynntist ég heilsu- og markþjálfun og átti það nám mjög vel við mig þar sem ég hef mikinn áhuga á heilsusamlegum lífsstíl hvort sem viðkemur börnum eða fullorðnum.

Á vinnuferli mínum hef ég komið víða við þar sem þekking á sálfræði og skilningur á andlegum erfiðleikum hefur skipt megin máli. Ég vann meðal annars á Kleppsspítala samhliða námi mínu á tímabilinu 2007-2010. Að auki hef ég unnið einstakingsbundið með konur sem hafa þjáðst af kvíða, þunglyndi og geðhvarfssýki. Helsta áherslan þar var að rjúfa félagslega einangrun, byggja upp sjálfstraust og stuðla að bættri andlegri heilsu.

Í praktík minni vann ég svo með einstaklinga sem voru að glíma við átröskun, lágt sjálftraust, króníska verki auk þunglyndis og kvíðaraskanna.

Haustið 2016 starfaði ég hjá Center for Coaching í Álaborg sem markþjálfi. Nú sem er starfa ég tímabundið innan Álaborgar háskóla. Auk þess starfa ég sjálfstætt sem markþjálfi hjá klaraverkefni.com auk þess að starfa sem heilsumarkþjálfi.

Náttúrumynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson